Skyndihjálp

Gott er að vera við öllu búinn á fjöllum og nauðsynlegt að kunna réttu handtökin í skyndihjálp þegar lagt er upp í göngu.  Slysin gera ekki boð á undan sér en hvorki lengd göngunnar né hæð fjallsins gefur góðan spádóm um óhöpp.  Við hvetjum alla til þess að dusta rykið af skyndihjálparkunnáttunni áður en lagt er upp í ferð á Fimmvörðuháls.

Fyrir þá sem ekki kunna til verka heldur Ferðafélag Íslands námskeið í skyndihjálp á fjöllum í febrúar.  Námskeiðið eru þrjár kvöldstundir, dagana 4., 6. og 11. febrúar.  Nánari upplýsingar hér.

Rauði Kross Íslands heldur einnig almenn skyndihjálparnámskeið og upplagt er að sækja sér skyndihjálparapp RKÍ án endurgjalds.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is