Baldvinsskáli

Syðsti skálinn á Fimmvörðuhálsi er Baldvinsskáli Ferðafélags Íslands.  Skálinn var byggður árið 2010 en fluttur á Hálsinn haustið 2012 og leysti þar af hólmi eldri skála sem FÍ keypti af Flug

Baldvinsskáli
Baldvinsskáli

björgunarsveitinni Skógum árið 2007.  Sá skáli var reistur árið 1974 og nefndur Baldvinsskáli til heiðurs Baldvin Sigurðssyni sem stóð þétt að byggingu skálans.  Boðið er uppá gistingu í Baldvinsskála yfir sumartímann auk þess sem skálavörður er í skálanum yfir háannatíma.  Í skálanum eru gistirými fyrir 20 manns í næturgistingu.  Aðgengi að vatni á Fimmvörðuhálsi er takmarkað en í Baldvinsskála er stefnt að því að næturgestir hafi aðgang að neysluvatni á meðan skálavarsla er í húsinu.

Hægt er að panta gistingu með því að hafa samband við Ferðafélag Íslands á netfangið fi(hjá)fi.is eða í síma 568-2533.  Verðskrá Ferðafélags Íslands má sjá hér.

 

Ferðafólk er hvatt til þess að ganga vel um skálann eins og aðra skála á hálendi Íslands.

Hæð skálans: 920 m.y.s.

GPS hnit: N 63°36.622   V 19°26.477

Sími skálavarðar er 855-0808.

 

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is