Farangursflutningar

Ýmis fyrirtæki og félagasamtök bjóða upp á ferðir yfir Fimmvörðuháls með farangursflutningum (trúss).

Ef gengið er frá Skógum yfir í Þórsmörk er einnig hægt að láta senda hluta farangurs í Þórsmörk með rútu.  Viljir þú senda farangur í Þórsmörk með rútu er best að fara með hann á BSÍ að morgni þess dags sem hann á að vera kominn en mundu að merkja vel hvert á að senda hann, bæði staðsetningu og heiti skála (t.d. Þórsmörk-Langidalur).

Kynnisferðir bjóða uppá slíka þjónustu og er verðskrá fyrir árið 2015 þannig:

  • Litlir pakkar 0-1kg: 1.000 krónur
  • Pakkar yfir 1kg: 3.500 krónur fyrir fyrsta pakka í hverri ferð, 1.000 krónur fyrir hverja umframeiningu*
* Kostnaður við að senda fimm kælibox yrði þá 7.500 krónur eða 3.500+4.000

Athugið að Kynnisferðir áskilja sér rétt til þess að senda farangur með næsta bíl ef farangursgeymslur eru fullar í þeim bíl sem upphaflega átti að senda farangurinn með.

 

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is