Skálar

Baldvinsskáli sl. helgi
Baldvinsskáli að vetrarlagi

Á Fimmvörðuhálsi eru tveir skálar, Baldvinsskáli og Fimmvörðuskáli.

Baldvinsskáli er í eigu Ferðafélags Íslands og var endurnýjaður skáli fluttur á Fimmvörðuháls haustið 2012.  Boðið er uppá gistingu í skálanum og skálavörður gætir hússins að sumarlagi.  Fimmvörðuskáli er í eigu Ferðafélagsins Útivistar þar sem boðið er upp á gistingu og skálavarsla er í húsinu yfir háannatíma.

Þá er skáli Útivistar í Básum á Goðalandi rétt við upphaf/endi gönguleiðarinnar að norðanverðu og örlítið norðar er Skagfjörðsskáli Ferðafélags Íslands í Langadal, Þórsmörk.

Nánari upplýsingar um skálana er að finna hér:

Baldvinsskáli

Fimmvörðuskáli

Básar

Langidalur

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is