Wapp-Walking app hefur að geyma safn fjölbreyttra GPS leiðarlýsinga fyrir snjallsíma um allt Ísland með upplýsingum um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi til þess að njóta ferðarinnar sem best. Leiðarlýsingarnar notast við kortagrunn Samsýnar og þeim hlaðið fyrirfram inn í símann og svo notaðar án gagnasambands (offline).
Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er ein þeirra leiða sem eru í aðgengilegar í gegnum Wapp. Þar sem nokkurn tíma tekur að ganga yfir Fimmvörðuháls mælum við með að hafa hleðslubanka meðferðis svo hægt sé að hlaða snjalltækið ef á þarf að halda.
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um virkni appsins og vert er að benda á vefsíðu Wapp www.wapp.is.
Hægt er að ná í appið í gegnum Google Play og App Store með því að smella á viðeigandi hlekk hér fyrir neðan.