Umgengni

Flestum ferðamönnum þykir sjálfsagt mál að hirða sitt sorp.  Á Fimmvörðuhálsi eru engar sorptunnur og engin sorphirða frá skálunum tveimur.  Ferðamönnum er bent á að losa sig við slíkt í Básum og í Skógum.  Athygli er vakin á því að ekki er sorphirða frá skálunum tveimur á Fimmvörðuhálsi.

Fyrir kemur að ferðafólk missir rusl óviljandi og eru aðrir ferðamenn hvattir til þess að hafa lítinn poka meðferðis til að týna upp smálegt sorp sem hefur gleymst á leiðinni eða fokið frá ferðamönnum.

Ferðafólk er hvatt til þess að halda sig á stígum og umgangast viðkvæma náttúru með virðingu.  Góð regla er að skilja ekkert eftir nema fótspor á stígum og taka ekkert með sér nema minningar um góða ferð og að skilja við farinn veg í sama ástandi eða betra en hann var í þegar komið var að honum.

Fimmvörðuháls.is hvetur alla til þess að sýna gott fordæmi og að umgangast náttúru Íslands með virðingu.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is