Merki síðunnar

Merki vefsíðunnar Fimmvörðuháls.is er innblásið af gönguleiðinni sjálfri og jöklunum Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli.  Punkturinn á neðanverðri myndinni táknar Skóga, merkið fyrir miðju skálana á Fimmvörðuhálsi, Baldvinsskála og Fimmvörðuskála og efra skálamerkið táknar skálann í Básum, Goðalandi.  Litavalið er innblásið af umhverfisþáttum tengdum eldgosinu á Fimmvörðuhálsi, rauði liturinn í kvikuna, svartgrái í Goðahraunið og ljósgrái í öskusveipaða jöklana.

Hönnuður er eigandi síðunnar, Guðmundur Örn Sverrisson.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is