Básar

SIMG_4907Í Básum hefur Ferðafélagið Útivist byggt upp aðstöðu fyrir félagsmenn og annað ferðafólk sem gert hefur sér ferð þangað.  Ganga yfir Fimmvörðuháls getur ýmist byrjað eða endað í Strákagili, í um 10 mínútna göngufæri frá skálunum í Básum en tjaldvæðið í Strákagili tilheyrir Básum.  Aðstaða í Básum er til fyrirmyndar, tjaldsvæðið er stórt og margir skemmtilegir næturstaðir finnast á bak við runna eða á milli trjáa gefi fólk sér örlitla stund að líta í kringum sig að fallegu stæði.Básar_norðurljós_Ólafur Guðlaugsson

Tveir svefnskálar eru í Básum og taka þeir 83 í gistingu.  Salernisaðstaða er víða á tjaldsvæðum auk rúmgóðrar salernis- og sturtuaðstöðu við skálana.

Nánari upplýsingar um Bása og má nálgast á vefsíðu Útivistar og þar má einnig panta gistingu.

 

Hæð:

GPS-hnit: N 63°40.559   V 19°29.014

 

 

 

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is