Skyndihjálp

Við undirbúning göngu á Fimmvörðuháls, líkt og allar göngur, ætti að huga vel að öryggismálum.  Vissulega er best ef slíkt þyrfti ekki en allur er varinn góður.  Öryggismál á fjöllum eru af ýmsum toga, rötun í þoku, hvernig bregðast á við blindbyl, við hvern á að hafa samband og hvað skal gera ef slys ber að höndum svo eitthvað sé nefnt.

Nauðsynlegt er að kunna réttu handtökin ef slys ber að höndum.  Flest höfum við farið á skyndihjálparnámskeið og oft fleiri en eitt.  Fæst notum við hins vegar þá þekkingu sem við öðlumst á slíkum námskeiðum oft og því á hún það til að rykfalla.  Á vef Rauða Kross Íslands er hægt að taka skyndihjálparpróf til að athuga hvernig skyndihjálparkunnáttan stendur.  Þá er rétt að nefna að Rauði Kross Íslands heldur skyndihjálparnámskeið.  Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu RKÍ um skyndihjálp.

Rauði Kross Íslands hefur einnig látið útbúa smáforrit (e. App) um skyndihjálp, bæði fyrir Android og iOS.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is