Fimmvörðuskáli

Sprækur gönguhópur við Fimmvörðuskála

Á einum hæsta punkti á Fimmvörðuhálsi stendur Fimmvörðuskáli Útivistar.  Saga hans er merkileg, hún nær aftur til ársins 1940 þegar Fjallamenn undir forystu Guðmundar frá Miðdal reistu þar skála.  Fjallamenn gáfu réttindi sín til byggingar skála til Útivistar sem byggði nýjan skála á Fimmvörðuhálsi á árunum 1990-1991 en skáli Fjallamanna var þá orðinn ónýtur.

Togga's Photos
Fimmvörðuskáli að sumarlagi.
Mynd: Togga’s Photos

 

 

 

Aðstæður í skálanum eru sérstakar að nokkru leyti.  Ekki er rennandi vatn í skálanum svo bræða þarf snjó auk þess sem rigningarvatni er safnað af þaki skálans.  Síðsumars getur reynst snúið að nálgast snjó til bræðslu.  Þurrklósett er í skálanum og hlandskál sem ætluð er bæði körlum og konum.  Skálinn tekur 20 gesti, olíukynding og gaseldavél er í skálanum auk þess sem skálavarsla er í yfir hásumarið.

Nánari upplýsingar um Fimmvörðuskála má nálgast á vefsíðu Útivistar auk þess sem hægt er að panta gistingu á netinu.

 

Hæð: 1.046 m.y.s.

GPS-hnit: N 63°37.320   V 19°27.093

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is