Umhverfismál

Umhverfismál eru ofarlega í huga aðstandanda vefrænu upplýsingamiðstöðvarinnar Fimmvörðuháls.is.  Um þessar mundir er verið að vinna að stefnu vefsetursins í umhverfismálum en rauði þráðurinn í gegnum hana verður, líkt og upplýsingamiðstöð sæmir, fræðsla og upplýsingagjöf um umgengnis-, umhverfis- og náttúruverndarmál samofin upplýsingagjöf um ferðamennsku á Fimmvörðuhálsi.  Þá verður mjög rík áhersla lögð á þýðingu vefsíðunnar á ensku í von um að ná til fleiri ferðamanna sem um Hálsinn – og víðar – fara.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is