2. hluti

Annar hluti

Annar hluti göngunnar er frá göngubrúnni að Fimmvörðuskála.  Það er hér sem leiðin skiptst í tvennt, annars vegar er hægt að ganga eldri leiðina að Baldvinsskála, hins vegar er hægt að ganga nýrri leið Útivistar með Skógaá að Fimmvörðuskála.  Þeir sem ætla að hafa viðkomu í Fimmvörðuskála geta þó hæglega farið eldri leiðina að Baldvinsskála og þaðan í Fimmvörðuskála.  Rétt sunnan við göngubrúna koma Skógaárnar tvær, austari og vestari saman en farið er yfir þá austari við göngubrú og bílavað.  Nýrri leið Útivistar fylgir svo Skógaá vestari.  Á þessum hluta er gengið í fönn að nokkru leiti en snjórinn minnkar vissulega eftir því sem líður á sumarið.  Þegar líða fer á sumarið getur komið fyrir að beita þarf lagni við að finna leiðir þar sem snjór hefur bráðnað og snjóbrýr fallið eða eru farnar.  Hægt er að hafa nestisstopp í Baldvinsskála Ferðafélags Íslands eða Fimmvörðuskála Útivistar en í þeim síðarnefnda er einnig hægt að bóka gistingu.  Rétt er að taka fram að ekki er rennandi vatn í skálunum og ætli göngufólk að gista í Fimmvörðuskála borgar sig að bóka gistingu með góðum fyrirvara sökum takmarkaðs gistirýmis og mikillar aðsóknar.

Vestari leið:

Lengd annars hluta er um 6.8 km, hækkun er um 424 metrar, gönguhækkun um 620 metrar.

Austari leið:

Lengd annars hluta er um 5.6 km, hækkun er um 424 metrar, gönguhækkun um 490 metrar.

Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir að gengið sé að Fimmvörðuskála.

 

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is