Jeppaferð á Fimmvörðuháls

Í tilefni fjögurra ára gosafmælis á Fimmvörðuhálsi sækir jeppadeild Útivistar Hálsinn heim helgina 15.-16. mars næstkomandi.  Lagt verður af stað frá Reykjavík á laugardagsmorgni og komið heim aftur á sunnudagskvöldi.  Ekið verður yfir Mýrdalsjökul að Fimmvörðuskála Útivistar þar sem gist verður yfir nóttina.

Nánari upplýsingar veitir Ferðafélagið Útivist og hægt er að bóka ferðina hér.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is