Eldfjallasetur á Hvolsvelli

Fimmvörðuháls

Áform eru uppi um opnun eldfjallaseturs á Hvolsvelli þar sem stutt er í margar þekktar eldstöðvar, s.s. hinn heimsfræga Eyjafjallajökul, Vestmannaeyjar, systurnar Heklu og Kötlu og að sjálfsögðu Fimmvörðuháls.  Um þessar mundir er verið að leggja línur að setrinu sem áætlanir gera ráð fyrir að taki um tvö ár í framkvæmd.  Slíkt setur mun án efa vekja áhuga íslenskra sem erlendra ferðamanna og styrkja ferðaþjónustu á Suðurlandi.  Án nokkurs vafa verður eldvirkni á Fimmvörðuhálsi gerð góð skil enda gosið sjálft mikið sjónarspil og fyrirsæta fjölmargra atvinnu- og áhugaljósmyndara sem gætu gefið hinu nýja eldfjallasetri einstakt yfirbragð.

Fyrir safninu fer Ásbjörn Björgvinsson sem jafnframt er formaður stjórnar Ferðamálasamtaka Íslands.

Við fylgjumst spennt með opnun hins nýja seturs!

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is