Ljósmyndasýning

Togga ljósmyndari, sem er höfundur fjölda ljósmynda á Fimmvörðuháls.is, heldur sína fyrstu ljósmyndasýningu frá 7. júní til 31. júlí á kaffihúsinu Energia í Smáralind. Fimm myndir á sýningunni eru teknar á Fimmvörðuhálsi og fjöldi annarra í kringum gönguleiðina, s.s. á Goðalandi, og eru myndirnar til sölu.  Um leið og við óskum Toggu til hamingju með glæsilega sýningu hvetjum við ykkur til að líta við – óhætt er að segja að sjón sé sögu ríkari!

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is