Fimmvörðuskáli í vetrarham

Það er alltaf jafn gaman að sjá myndir af Fimmvörðuhálsi að vetri til.  Þó stórbrotin náttúrufegurðin skarti sínu fegursta í sólargeislum sumarsins er vetrarhamurinn einnig tilkomumikill.  Þessar myndir voru teknar af Fimmvörðuskála í dag og óhætt að segja að skálinn sé í vetrarbúningnum þessa dagana.

Ekki eru úr vegi að benda á einkar fallegar myndir frá 2015, en þær má sjá hér.

Myndir: Guðfinnur Þór Pálsson

 

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is