5VH.is skráð upplýsinga-miðstöð

Í dag, 29. nóvember 2013 gaf Ferðamálastofa út skráningarskírteini fyrir Fimmvörðuháls.is sem upplýsingamiðstöð.  Skráningin kemur á skemmtilegum tíma en vefsíðan opnar formlega næstkomandi sunnudag, 1. desember 2013.  Tækifæri til þess að veita ferðafólki upplýsingar um Fimmvörðuhálsinn verða seint nýtt til fulls en verkefnið verður í senn spennandi, skemmtilegt og krefjandi næstu mánuði og er ætlunin að innan tíðar standi vefsetrið fyllilega undir nafni sem upplýsingamiðstöð um Fimmvörðuháls.

Allir þeir sem vilja miðla fróðleik og upplýsingum eru einlæglega hvattir til þess að setja sig í samband við Guðmund í síma 697-6699 eða senda póst á gudmundur(hjá)fimmvorduhals.is.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is