Leiðin

Þegar ganga á yfir Fimmvörðuháls er gott að gera sér grein fyrir að um nokkrar útfærslur á leiðinni er að ræða.  Hægt er að ganga yfir Fimmvörðuháls á einum degi en einnig er hægt að gista í Fimmvörðuskála eða Baldvinsskála og skipta þannig leiðinni í tvo hluta.

» Lesa meira


Á þeim hluta leiðarinnar sem liggur milli göngubrúar yfir Skógaá og Fimmvörðuskála er hægt að velja milli tveggja leiða þar sem önnur leiðin, sú eldri og hefðbundnari,
er styttri og auðveldari yfirferðar meðan sú nýrri er lengri en hún liggur að töluverðu leiti meðfram Skógaá og bætir allnokkrum fossum við leiðina.  Sú leið er vissulega falleg og tekur um klukkutíma lengur að ganga um hana heldur en hefðbundna
leið. Þegar spurt er um göngutíma verður að gefa mjög rúm svör.  Algengt er að ganga yfir Fimmvörðuháls á 9-11 tímum en hafa ber í huga að líkamsástand skiptir miklu máli auk þess sem hópar fara aldrei hraðar yfir en hægasti einstaklingurinn í hópnum.  Því er ekki óalgengt að stórir hópar taki 11-13 tíma í gönguna og dæmi eru um að hópar hafi verið yfir 14 tíma yfir Fimmvörðuháls án þess þó að nokkuð hafi komið uppá.  Nestis- og hvíldarpásur taka mismunandi langan tíma eftir einstaklingum og hópum en nauðsynlegt er að gefa sér frekar rúmari tíma en knappari og miða vistir einnig við það.  Eins og áður sagði skiptir líkamlegt ástand miklu máli og fjölmörg dæmi eru um að einstaklingar og hópar séu innan við sex tíma yfir Fimmvörðuháls og jafnvel dæmi um að fólk sé innan við fjóra tíma að hlaupa yfir Hálsinn.
Munið að kapp er best með forsjá, ofreynið ykkur ekki, njótið göngunnar og komið heil heim!  Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir meira máli að njóta ferðarinnar en hversu stuttan tíma hún tekur.

» Draga saman

Umfjöllun er flokkuð eftir efni:
Yfir Fimmvörðuháls
Fossarnir
GPS hnit
Árstíðir
Laugavegur

Leave a Reply

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is