Íþróttafræðinemar við HR í ævintýrum

Sirka 50 manna hópur frá íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík undir leiðsögn 5 fararstjóra lagði af stað við Skóga uppúr 11 um morguninn þann 13.maí. Ferðin byrjaði í glampandi sól og blíðu og allt gekk eins og í sögu. Fengum smá úða hér og þar sem var bara hressandi.

Íþróttafræðinemar við HR
Við upphaf göngunnar í Skógum

Allt var greiðfært en snjórinn lét sjá sig á köflum. Allt í einu var eins og helt væri úr fötu og varð algjör hellidemba á okkur þegar við borðuðum nesti rétt fyrir neðan brú. Þegar haldið var af stað aftur þá hrofðum við á þokuna sem beið okkar og trúðum varla að við værum að fara þangað. Auðvitað skelltum við okkur inní þokuna og næstu klukkutíma löbbuðum við í halarófu í snjó, roki, rigningu, snjókomu og svartaþoku. Mest alla leiðina að Baldvinsskála

HR Ferð
Gengið í byl

var það mikil svartaþoka að við þurftum að ganga eftir gps farastjórans því við sáum ekki neinar stikur né hvað vara upp brekku né niður, en fundum skálann að lokum. Allir voru vel fegnir að komast inn í hlýjuna og varð skálinn eins og gufubað því allir voru svo rosalega blautir. Þarna fengum við okkur að borða og svo hélt leiðin aftur útí óveðrið. Næstu klukkutímar fóru í halarófurölt upp og niður hæðir í óveðrinu eftir gps og hvert sem maður leit sáum við bara hvítt.

Loks fórum við að sjá eitthvað í kringum okkur og beið okkar Brattafönn þar sem einn farastjóranna fór á undan og öskraði „bíðið þið, ég ætla að athuga hvort það komi snjóflóð“ og skelfing fór um hópinn. Svo var ekki enda var stutt í kaldhæðnina hjá honum og við dembdum okkur niður á eftir honum. Næst gegnum við yfir Heljarkamb sem var fljótfarinn og þá var veðrið orðið flott og sáum við alla dýrðina í kringum okkur. Hópurinn dreifðist vel eftir þetta og hlupu nokkrir af stað niður en aðrir gengu bara á sínum hraða. Við tókum neðri leiðina niður af Mórinsheiði og var hún ekkert smá falleg að sjá og gaman væri að labba hana að hásumri. Þeir fyrstu voru að koma í Bása á milli kl. 19 og 20 og týndust hinir niður hvað af hverju. Þegar komið var í Bása þá skelltum við okkur í sturtu og grilluðum hamborgara, haldið var smá qiuzup og sunginn afmælissöngur eftir kl.24 fyrir afmælisbarn bekkjarinns. Hópurinn lagði svo af stað aftur í bæinn kl. 9 eftir morgun þrifin. Þrátt fyrir óveðrið sem við fengum þá hefðum við alls ekki viljað sleppa þessari ferð en gaman væri að fara hana seinna sumars og í góðu veðri og sjá leiðina sem við gengum.

Eyrún Stefánsdóttir – Nemi á íþróttafræðisviði við Háskólann í Reykjavík
 

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is