Fyrsta ferð FÍ á Fimmvörðuháls 2014

Ferðafélag Íslands

Síðastliðna helgi var fyrsta ferð Ferðafélags Íslands árið 2014 farin á Fimmvörðuháls.  Ferðin gekk vel og var hópurinn einstaklega heppinn með veður ef marka má stöðuuppfærslu félagsins á Facebook.  Á leiðinni var áð í nýlegum Baldvinsskála FÍ á Fimmvörðuhálsi en síðan gengið í Skagfjörðsskála félagsins í Langadal.

Ferðafélag Íslands hefur boðið upp á ferðir á Fimmvörðuháls um áratuga skeið og næsta ferð verður farin þann 12. júlí 2014 eins og sjá má í viðburðadagatali fyrir félagið á Fimmvörðuháls.is.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is