Áhættumat fyrir Fimmvörðuháls

Áhættumat FÍ & VÍS

Ferðafélag Íslands hefur unnið áhættumat fyrir gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls í samstarfi við VÍS.  Í matinu, sem nálgast má á vefsíðu Ferðafélags Íslands, hefur leiðinni verið skipt upp í níu hluta eftir staðsetningu auk veðurs og helstu hættur á hverjum stað fyrir sig nefndar, metnar og tilgreint til hvaða aðgerða er gripið á hverjum stað fyrir sig til að minnka líkur á óhappi.

Mat sem þetta er mjög gott til undirbúnings göngu yfir Fimmvörðuháls, hvort heldur sem er fyrir fararstjóra, farþega í skipulagðri ferð eða fólks sem gengur á eigin vegum yfir Fimmvörðuháls og eiga Ferðafélag Íslands og VÍS hrós skilið fyrir framtakið.  Þess má geta að FÍ og VÍS hafa metið fleiri gönguleiðir en lista yfir þær og áhættumat má nálgast hér.

Smellið hér til þess að nálgast áhættumat fyrir gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls á vefsíðu Ferðafélags Íslands.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is