Tveir í vanda

SAR Landsbjörg

Síðdegis í dag, fimmtudaginn 12. mars 2015 sóttu björgunarsveitir á suðurlandi tvo erlenda ferðamenn ofarlega á Skógaheiði en hinir fræknu ferðalangar ætluðu að ganga yfir Fimmvörðuháls frá Skógum í Þórsmörk.  Veðurskilyrði voru ekki uppi á sitt besta og óskuðu þeir eftir aðstoð eftir um þriggja tíma göngu en þá voru þeir komnir í um 500 metra hæð, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Til að staðsetja mennina voru send svokölluð “Rescue me” skilaboð í farsíma mannanna sem senda staðsetningu þeirra til baka með svari slíkra skilaboða.  Greiðlega gekk því að finna mennina sem komust heilir á húfi til byggða með hjálp björgunarsveita.

Atvikið naut athygli fjölmiðla og birtu Vísir og mbl.is fréttir af því.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is