Lumar þú á…

…skemmtilegri ferðasögu, myndum eða minningum af Fimmvörðuhálsi? Það er alltaf skemmtilegt að lesa eða hlusta á góða ferðasögu og sérhver ferð yfir Fimmvörðuháls skapar vafalaust ógleymanlegar minningar fyrir ferðalanga.  Á Fimmvörðuháls.is eru nokkrar sögur sem gaman er að glugga í – sendu línu á gudmundur(hjá)fimmvorduhals.is ef þig langar að deila þinni ferðasögu með okkur!

Read More

Fimmvörðuskáli í vetrarham

Það er alltaf jafn gaman að sjá myndir af Fimmvörðuhálsi að vetri til.  Þó stórbrotin náttúrufegurðin skarti sínu fegursta í sólargeislum sumarsins er vetrarhamurinn einnig tilkomumikill.  Þessar myndir voru teknar af Fimmvörðuskála í dag og óhætt að segja að skálinn sé í vetrarbúningnum þessa dagana. Ekki eru úr vegi að benda á einkar fallegar myndir […]

Read More

Vegna jarðhræringa

Að gefnu tilefni er rétt að benda fólki sem hyggur á göngu yfir Fimmvörðuháls á að skjálftavirkni í Kötlu hefur verið talsvert öflug síðasta sólarhringinn og eldstöðin fengið gula merkingu. Slík merking gefur til kynna að virkni sé umfram venjulegt ástand. Ennfremur lauk almennu göngutímabili á Fimmvörðuháls 1. september sl. Með hliðsjón af ofangreindu er […]

Read More
All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is