Leiðsögn

Ýmis fyrirtæki og félagasamtök bjóða upp á ferðir með fararstjórum eða leiðsögumönnum yfir Fimmvörðuháls.  Fyrir óvana göngumenn er mælt með því að fara í hópferð með vönum fararstjóra sem þekkir leiðina og staðhætti og getur aðstoðað göngumenn ef eitthvað kemur upp á.  Boðið er uppá mismunandi ferðir, allt frá dagsferðum upp að gosstöðvum, dagleið yfir Fimmvörðuháls og tveggja daga ferðir þar sem gist er í Fimmvörðuskála.  Göngumenn eru hvattir til þess að kynna sér mismunandi ferðir og leiðir sem fyrirtæki og félagasamtök bjóða upp á.  Upplýsingar um mismunandi útfærslur má einnig finna hér.

Fyrirtæki og félagasamtök sem bjóða upp á leiðsagðar ferðir á íslensku yfir Fimmvörðuháls:

Ferðafélag Íslands

Ferðafélagið Útivist

 

Á fyrirtækið þitt heima hér?  Sendu mér línu á gudmundur(hjá)fimmvorduhals(punktur)is

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is