Maðurinn á bakvið síðuna

Ritstjóri og eigandi vefsíðunnar Fimmvörðuháls.is er Guðmundur Örn Sverrisson.

Guðmundur S.
Guðmundur S.

Ég var fyrst dreginn á Fimmvörðuháls af föður mínum níu ára gamall, hef verið skálavörður í Fimmvörðuskála, fararstjóri í göngum yfir Fimmvörðuháls og hef einlægan áhuga á gönguleiðinni.

Útivist og göngur í náttúrunni hafa án efa sett mark sitt á líf mitt og er ég ötull við að breiða út fagnaðarerindið.  Göngur og samverustundir í óspilltri náttúru eru líkama og sál mikils virði og opna hugann fyrir einlægni og auðmýkt sem hverjum manni er sannarlega mikilvægt, óháð samfélagslegum mælikvörðum um stöðu þeirra í lífinu.

Hér nýt ég sólarinnar á Morinsheiði
Hér nýt ég sólarinnar á Morinsheiði

P.S. Ég er líklega eini maðurinn sem tekur með sér tvo lítra af Pepsi Max í göngu á Fimmvörðuháls!

Smelltu hér ef þú ert starfsmaður Ölgerðarinnar og hefur áhuga á samstarfi Fimmvörðuháls.is og Pepsi Max.

linkedinlogo

 

 

 

 

 

 

 

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is