Fossarnir

Þegar Skógaheiðin er gengin bera fyrir augu göngumanna fjöldi fossa og flúða.  Fossarnir eru 22 á leiðinni milli Skóga og göngubrúar yfir Skógá en 37 ef vestari leiðin er gengin milli göngubrúar og Fimmvörðuskála.   Fossarnir eru margir hverjir ægifagrir og setja mikinn svip á gönguleiðina, göngufólki til ánægju og augnayndis en einnig hefur Skógá grafið allmikil gljúfur á köflum með farvegi sínum.  Fossarnir á leiðinni milli Skóga og göngubrúar eru sumir hverjir nafntogaðir en fossarnir fyrir ofan göngubrú hafa ekki nöfn ef undan er skilinn afskaplega fallegur slæðufoss sem jafnan er kallaður einmitt það – Slæðufoss.  Hann fer ekki framhjá neinum sem gengur vestari leiðina enda að margra mati einn af fallegustu fossunum í langri fossaröð Skógár.

» Lesa meira

Listi yfir fossana, frá Skógum upp að göngubrú:

1. Skógafoss
2. Hestavaðsfoss
3. Fosstorfufoss
4. Steinbogafoss
5. Fremri-Fellsfoss
6. Innri-Fellsfoss
7. Rollutorfufoss
8. Skálabrekkufoss
9. Kæfufoss
10-11. Ónafngreindir
12. Gluggafoss
13. Ónafngreindur
14. Króksfoss
15-18. Ónafngreindir
19. Neðstifoss
20. Miðfoss
21. Ónafngreindur
22. Efstifoss
 

Eigir þú mynd af fossi sem vantar mynd við væri heiður að birta hana hér.  Hafðu samband: gudmundur(hjá)fimmvorduhals(punktur)is.

» Less

 Þessar fossamyndir sendi Árni Tryggvason Fimmvörðuháls.is til birtingar.

 

 

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is