Aðvörun frá Landsbjörgu

SAR Landsbjörg

Auk viðvarana frá Veðurstofu Íslands vegna veðurspár helgarinnar hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg sent ferðaþjónustuaðilum beiðni um að hafa viðvörun sýnilega.  Í ljósi þess að tveimur mönnum var bjargað í gær, fimmtudag, af Fimmvörðuhálsi fær þessi tilkynning að vera sýnileg hér á vefsíðunni.

Að vetrarlagi þarf að huga sérstaklega vel að undirbúningi, aðstæðum og búnaði þegar gengið er yfir Fimmvörðuháls og fylgjast þarf vel með veðurspám.  Aldrei er góð vísa of oft kveðin, farið að öllu með gát og hafið í huga að veðurfar á Fimmvörðuhálsi er mjög frábrugðið því sem gerist á láglendi.

Safetravel warning 13.3.2015

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is