Vorverk í vetrarham

Um Hvítasunnuhelgi fóru menn á vegum Útivistar í vinnuleiðangur í Fimmvörðuskála.  Óhætt er að segja að veðurblíðan hafi ekki leikið við mannskapinn en mikill snjór er á Fimmvörðuhálsi eins og víða í óbyggðum.  Þrautseigir menn á dugmiklum bílum komust þó leiðar sinnar að skálanum með ýmsan varning sem nauðsynlegur er til þess að starfrækja skálann yfir sumartímann, þar með talið eina 1.200 lítra af olíu til kyndingar en þær birgðir eiga að duga til næsta vors.

Að komast á Fimmvörðuháls í þessu færi, miklum snjó, yfir sprungur og hengjur voru þó ekki einu ævintýri Útivistarmanna því á meðan dvöl þeirra stóð í skálanum hófst leit að frönskum manni á Fimmvörðuhálsi, líkt og greint var frá hér á síðunni.  Tóku leiðangursmenn þátt í leit að manninum og fundu hann skammt frá gosstöðvunum norðan við skálann.  Hann var færður í hús og komst heill á húfi til byggða.

Hér má sjá nokkrar myndir úr leiðangri Útivistarmanna:

Myndir: Guðfinnur Þór Pálsson & Þorsteinn Pálsson

Myndir birtar með góðfúslegu leyfi.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is