Færð á Fimmvörðuhálsi 16.06.16

Undanfarna daga hefur gangandi umferð yfir Fimmvörðuháls aukist jafnt og þétt.  Veður hefur verið gott og aðstæður til göngunnar því nokkuð góðar miðað við aðstæður síðastliðna viku en veðurfar spilar stórt hlutverk í öryggi.  Því hvetjum við alla til þess að fylgjast vel með veðurspám á og í kringum göngudaga og búa sig vel miðað við aðstæður.  Talsverður snjór er enn á gönguleiðinni, búast má við um 3,5 tíma göngu á snjó og keðjur í kringum Heljarkamb eru enn undir snjó en það er ekki óalgengt miðað við árstíma.

Líklegt verður að telja að dagurinn í dag sé annamesti dagur á Fimmvörðuhálsi það sem af er árinu en tæplega 200 manna hópur hélt af stað frá Básum yfir í Skóga í morgun.  Óskum við þeim, sem og öðru göngufólki, góðrar og öruggrar ferðar.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is